Setja malarstíg fyrir útvistarfólk meðfram vestur endann á Elliðavatni svipaðann og er núna meðfram suður hliðinni. Það er troðningur að hluta til á leiðinni en er torfarinn. Hægt að sjá notkun á stígakerfinu á Strava heatmap hérna: http://labs.strava.com/heatmap/#14/-21.79936/64.08306/blue/both
Elliðavatn er mikið frábært útivistarsvæði og með frábært stígakerfi í tengslum við Heiðmörk og meðfram vatninu sunnan verðu en tenging við Kópavog er mjög slæm.
Það er í raun ekkert skipulagt aðgengi að Elliðavatni í landi Kópavogs í dag. Þetta er tækifæri til að bæta þar úr. Einnig aðskilur þetta gangandi og hestafólk sem væri af hinu góða fyrir alla aðila. Stígurinn myndi auka umferð og nýtingu svæðisins sem er algjör perla ☺
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation