Útibú frá bókasafni Kópavogs í Kórahverfið

Útibú frá bókasafni Kópavogs í Kórahverfið

Að opnað verði útibú frá bókasafni Kópavogs í Kórahverfinu.

Points

Auka þarf þjónustu bæjarins í þessu fjölmenna hverfi m.a. með því að opna útibú frá bókasafninu hér í Kórahverfinu.

Frábær hugmynd sem myndi bara batna ef um væri að ræða bókasafn/kaffihús/menningarmiðstöð...ekki ósvipað Gerðubergi í Reykjavík. Glerhúsið fyrir ofan Krónuna er tilvalin.

Vatnsendi og Kórar eru svo stórt hverfi og orðið tímabært að ýta frekar undir lestur bóka fyrir börnin í hverfinu. Ég myndi fara mánaðarlega með börnin mín og velja nýjar bækur.

Væri frábært að fá bókasafn í Kórahverfið. Þá gætu leikskólabörnin í þeim fimm leikskólum hér í efri byggð Kópavogs labbað í stað þess að taka strætó niður í Lindarskóla eða í Hamraborg.

við fjölskyldan yrðum fastagestir á bókasafni í hverfinu

Mikil vöntun fyrir bókasafn í kórahverfið, myndi vera mikið nýtt meðal fólksins í hverfinu.

Það gleddi mig mikið að fá bókasafn í Kórahverfið.

Það væri áhugavert að heyra rök bæjarfulltrúa fyrir því að hafa ekki útbú frá bókasafninu hérna í Kórahverfinu ? held þetta sé stærsta barnahverfi landsins en það virðist vera áhersla á að hafa þjónustuna frekar í vesturbæ Kópavogs (sem dæmi bókasafnið, tónlistarskólinn og ærslabelgurinn)

Útibú frá bókasafni kópavogs í Kórahverfið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information