Að opnað verði útibú frá bókasafni Kópavogs í Kórahverfinu.
Auka þarf þjónustu bæjarins í þessu fjölmenna hverfi m.a. með því að opna útibú frá bókasafninu hér í Kórahverfinu.
Frábær hugmynd sem myndi bara batna ef um væri að ræða bókasafn/kaffihús/menningarmiðstöð...ekki ósvipað Gerðubergi í Reykjavík. Glerhúsið fyrir ofan Krónuna er tilvalin.
Vatnsendi og Kórar eru svo stórt hverfi og orðið tímabært að ýta frekar undir lestur bóka fyrir börnin í hverfinu. Ég myndi fara mánaðarlega með börnin mín og velja nýjar bækur.
Væri frábært að fá bókasafn í Kórahverfið. Þá gætu leikskólabörnin í þeim fimm leikskólum hér í efri byggð Kópavogs labbað í stað þess að taka strætó niður í Lindarskóla eða í Hamraborg.
við fjölskyldan yrðum fastagestir á bókasafni í hverfinu
Mikil vöntun fyrir bókasafn í kórahverfið, myndi vera mikið nýtt meðal fólksins í hverfinu.
Það gleddi mig mikið að fá bókasafn í Kórahverfið.
Það væri áhugavert að heyra rök bæjarfulltrúa fyrir því að hafa ekki útbú frá bókasafninu hérna í Kórahverfinu ? held þetta sé stærsta barnahverfi landsins en það virðist vera áhersla á að hafa þjónustuna frekar í vesturbæ Kópavogs (sem dæmi bókasafnið, tónlistarskólinn og ærslabelgurinn)
Útibú frá bókasafni kópavogs í Kórahverfið
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation