Hraðahindrun ofar í Heiðarhjalla

Hraðahindrun ofar í Heiðarhjalla

Allt of hratt er ekið um efri hluta Heiðarhjalla sem skapar mikla hættu

Points

Mjög algengt er að bílar sem aka niður Heiðarhjallann virði ekki hraðatakmörk og taki svo gott stökk á hraðahindrun/þrengingu milli húsa 24 og 26. Hámarkshraði í götunni er 30 en er almennt ekki virtur þar sem margir nýta sér götuna til gegnumaksturs milli Digranesvegar og Álfhólsvegar/Álfhóllsskóla/Digraness. Gatan er þröng og útsýni takmarkað og því mjög hættulegt að ekið sé á miklum hraða. Hraðahindrun/þrenging á milli húsa 30 og 45 eða lokun efst myndi án vafa draga úr hættuakstri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information