Bæta Öryggi barna í snælandsskóla

Bæta Öryggi barna í snælandsskóla

Niður víðigrund sem snælandsskóli stendur við er gríðarlega mikil umferð á morgnana og seinni partinn. Þau börn sem koma gangandi eiga í erfiðleikum með að komast yfir götuna þar sem bílstjórar taka ekki tillit til þeirra og aka hratt. Það mætti loka fyrir bílaumferð á daginn nema fyrir skólabílinn. Að minnsta kosti setja þar gangbraut og gangbrautarvörð.

Points

Margoft hafa börn sem koma gangandi í snælandsskóla úr grundunum átt í erfiðleikum með að komast yfir götuna þar sem svo margir foreldrar eru að skutla börnum sínum í skólann en taka ekki tillit til þeirra sem koma gangandi og þurfa að komast yfir götuna. Eins er umferðahraði þarna oft ansi mikill þó þetta eigi að vera 30 gata. Besta lausnin væri að loka götunni hreinlega fyrir umferð á skólatíma. Eða þá setja gangbraut og gangbrautarvörð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information