Það er gríðarleg umferð hjólandi gegnum Kópavoginn og við neyðum alla til að hjóla yfir margar götur, út á götu, tvenn umferðaljós o.s.frv. Þetta er dýr framkvæmd en hugsanlega sú mest aðkallandi í hjólreiðaáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Þ.e. að setja stíg í stokk undir Hamraborgina og göng undir götuna beggja vegna. Það mætti eflaust hengja hjólastíginn inn í göngin.
Sammála þessu, það má bæta hjóla og gönguleiðina sem fer umhverfis Kársnesið.
Kópavogur er ein stór hraðahindrun fyrir fólk sem þarf að komast milli bæjarfélaga á hjóli.
Til að byrja með væri tímabært að setja nokkur skilti til að merkja þessa rauðu leið sem fer í gegnum Hamraborgina, sérstaklega efst á hæðinni. Þeir sem hjóla þetta í fyrstu skipti hafa litla hugmynd um hvernig er best að fara þetta. Síðan eru nokkrar blindbeygjur í nágrenni leiðarinnar sem þarf að vara við. Þetta er ódýrast.
Hér má sjá hitakort þeirra sem nota Strava og hjóla gegnum Kópavoginn http://labs.strava.com/heatmap/#15/-21.90878/64.11180/blue/bike
Mætti jafnvel nýta tækifærið og gera íbúum marbakka og Sæbólsbrautar kleift að keyra beint á Kringlumýrarbrautina í átt að Garðarbæ
Önnur hugmynd (stolin af Facebook). Leggja hjólastíg milli akreinanna á Hafnarfjarðarvegi. Þá sparast margir hæðarmetrar. Stíginn mætti tengja við undirgöngin við Kópavogstún og göngubrúnna í Fossvogi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation