Mikilvægasta hjólatenging á höfuðborgarsvæðinu

Mikilvægasta hjólatenging á höfuðborgarsvæðinu

Það er gríðarleg umferð hjólandi gegnum Kópavoginn og við neyðum alla til að hjóla yfir margar götur, út á götu, tvenn umferðaljós o.s.frv. Þetta er dýr framkvæmd en hugsanlega sú mest aðkallandi í hjólreiðaáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Þ.e. að setja stíg í stokk undir Hamraborgina og göng undir götuna beggja vegna. Það mætti eflaust hengja hjólastíginn inn í göngin.

Points

Sammála þessu, það má bæta hjóla og gönguleiðina sem fer umhverfis Kársnesið.

Kópavogur er ein stór hraðahindrun fyrir fólk sem þarf að komast milli bæjarfélaga á hjóli.

Til að byrja með væri tímabært að setja nokkur skilti til að merkja þessa rauðu leið sem fer í gegnum Hamraborgina, sérstaklega efst á hæðinni. Þeir sem hjóla þetta í fyrstu skipti hafa litla hugmynd um hvernig er best að fara þetta. Síðan eru nokkrar blindbeygjur í nágrenni leiðarinnar sem þarf að vara við. Þetta er ódýrast.

Hér má sjá hitakort þeirra sem nota Strava og hjóla gegnum Kópavoginn http://labs.strava.com/heatmap/#15/-21.90878/64.11180/blue/bike

Mætti jafnvel nýta tækifærið og gera íbúum marbakka og Sæbólsbrautar kleift að keyra beint á Kringlumýrarbrautina í átt að Garðarbæ

Önnur hugmynd (stolin af Facebook). Leggja hjólastíg milli akreinanna á Hafnarfjarðarvegi. Þá sparast margir hæðarmetrar. Stíginn mætti tengja við undirgöngin við Kópavogstún og göngubrúnna í Fossvogi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information