Boltavellir og leiksvæði í Austurkór

Boltavellir og leiksvæði í Austurkór

Sárlega vantar leiksvæði fyrir börn sem og boltavöll í Austurkór. Það eru orðin 7 ár síðan fyrstu íbúar götunnar fluttu inn í sín húsnæði, en enn vantar algjörlega leiksvæði og boltavöll fyrir fjölmörg börn götunnar/svæðisins.

Points

Uppbygging verið mjög hæg í þessari götu og því löngu orðið tímabært að bærinn gangi vel frá hverfinu, með grænum svæðum, leikvöllum og boltavelli.

Alveg orðið tímabært að koma einhverri afþreyingu inn í þetta hverfi

Ég er sammála Kristni H, löngu tímabært að eitthvað sé gert fyrir börnin hér í hverfinu. Þau þurfa að fara í önnur hverfi til að geta leikið sér, td í körfubolta eða fótbolta. Það á ekki að þurfa svona vettvang til að fara fram á grunnþjónustu. Svo eigum við ekkert sameiginlegt með Þinga og Vatnsendahverfi. Þau hverfu eru löngu orðin fullbyggð en hjá okkur (Rjúpnahæð) vantar allt.

Mér finnst ákveðin rök á móti þessu að aðrir bæjarhlutar nota "okkar kópavogur" til að bæta við grunnþjónustu, en með þessum hætti er verið að nota "okkar kópavogur" til að byggja upp grunnþjónustu sem er nú þegar til staðar í öðrum hverfum - en eitthvað þarf að gera til að börnin hafi einhvern samastað í hverfinu okkar

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information