Minnka umferð um Dalsmára

Minnka umferð um Dalsmára

Loka Dalsmára fyrir umferð í gegnum neðra Smárahverfi. T.d. með hliði fyrir strætó

Points

Umferð í gegnum neðanvert Smárahverfi er ekki í samræmi við það sem hverfið var hannað fyrir. Þegar hverfið var hannað var Tennishöll, Smáraskóli og Smárinn. En í dag er Fífan, Kópavogsstúkan og Sporthúsið komið til viðbótar ásamt miklu verslunarrými í kringum hverfið. Umferð er því miklu meiri í gegnum hverfið en það er hannað fyrir

Umferð er of hröð í gegnum hverfið, beina þyrfti umferð frá fífunni, sporthúsinu og tennishöllinni upp á fífuhvammsveg en ekki gegnum hverfið.

Ja!! Eg er sko sammála þessum breytingum!! Þessi hraða umferð i gegnum Dalsmárann er mikið áhyggjuefni .. Það eru ansi fáir sem virða hámarkshraða i gengnum Dalsmárann .þetta veldur okkur miklum áhyggjum a hverjum degi og finnst mer umferðin hafa vaxið mikið a stuttum tima þarna i gegn... Og svo eins með hraðahindranir i Dalsmáranum ,eru of fáar að mínu mati og þyrftu að vera hannaðar þannig að bilar þurfi virkilega að hægja a sér en ekki nota fyrir stökkbretti eins og er gert núna!!

Frekar vil ég sjá gaumljós sem aðvara ökumenn sem keyra of hratt. Að auki banna vinstri beygju frá Sporthúsi - umferðin fer þá beint upp á Fífuhvammsveg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information