Nokkuð viss um að það séu engir til staðar í dag en mér þætti frábært ef það yrðu settir upp 1 - 2 vatnshanar í Kópavogsdal og/eða Kársnesi. Það þyrfti þá að finna þeim góðan stað við göngu- og hjólastígana. Nokkuð er um þessa vatnshana í Reykjavík t.d. við Árbæjarstíflu, í Laugardal, í Grafarvogi og fleiri stöðum.
Stígarnir um Kópavogsdal og Kársnes eru mikið notaðir af hjólandi og gangandi. Vatnshanar myndu gera góð útivistarsvæði enn betri. Nota þessa vatnshana sjálfur þar sem þeir verða á vegi mínum.
Það sem Ingólfur Magnússon sagði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation