Reykjavík er með tvær skautahallir og við ekki neina. Á skautasvelli væri hægt að æfa íshokkí, listhlaup og krullu en einnig er það að skauta góð almenningsíþrótt. Nú berjast þeir sem nýta skautahallirnar í Reykjavík um tímana í þeim svo ekki ætti að vera erfitt að fylla nýju skautahöllina í Kópavoginum. Staðsetningin gæti t.d. verið suð-vestan við Fífuna þar sem bílastæði er núna. Hægt væri að setja bílakjallara undir höllina. Eða sunnan við Smáralindina til að draga almenning betur að henni.
Reykjavík er með tvær en við enga.
Skautahöll væri snilldarhugmynd þar sem það er hörgull á slíku á höfuðborgarsvæðinu. Það var gert skautasvell á Ingólfstorgi og það var vel sótt þó það væri utandyra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation