Meiri gróður í Salahverfi

Meiri gróður í Salahverfi

Bærinn mætti planta fleiri runnum og trjám við göngustíga í Salahverfi. Móinn fyrir ofan skólann/sundlaugina er sérstaklega ber og leiðinlegur auk þess sem þar er mikill vindstrengur sem hefur áhrif á íbúana í kring. Það myndi auka prýði svæðisins og jafnvel hafa áhrif á vindinn ef þar fengi að vaxa meiri gróður.

Points

Þetta er bert og leiðinlegt svæði en jafnframt mjög fjölfarið. Það yrði fallegra með meiri gróðri. Mögulega myndi leiðinlegur vindstrengur niður móann minnka.

Það vantar sárlega meiri gróður/tré á mörg svæði í Salahverfinu til að brjóta upp vind. Auk móanna sem eru nefndir í upphafs innleggi eru Blásalir og svæðið í kring einnig mjög "berir", mikið opið og bert svæði í dalnum í kringum kirkjuna og alla leið upp á göngustíginn á mörkum Sala og Seljahverfis.

Eins og talað úr mínum munni! Meiri gróður er í þágu allra, við fáum skjólsælla og þar með notalegra hverfi. Háu blokkirnar í Rjúpnasölum mynda t.d. mikinn vindstreng og er leikskólinn Rjúpnahæð í stöðugu roki.

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information