Átak gegn veggjakroti - samstarf bæjaryfirvalda og íbúa

Átak gegn veggjakroti - samstarf bæjaryfirvalda og íbúa

Það ber orðið víða á veggjakroti í bænum. Nefna má sem dæmi Hamraborgarsvæðið (t.d. við nýkeyptar Bæjarskrifstofur - rampur af Digranesvegi niður á Hafnarfjarðarveg, við Hamrabrekku 2 og við Hamraborg 8 - innkeyrslan við apótek). Veggjakrot er bæði að finna á opinberum byggingum/svæðum sem og einkahúsnæði um allan bæ. Þetta er mikil óprýði. Ég hvet bæjaryfirvöld til að ráðast í samstarf við bæjarbúa og skera upp herör gegn veggjakroti (ekki einskiptisverkefni heldur áframhaldandi).

Points

Veggjakrot er mjög sóðalegt, er skemmd á opinberum eignum og breytir ímynd bæjarins til hins verra. Þegar veggjakrot fær að viðgangast flæðir það um allt eins og flóðbylgja. Þetta er oft tengt árgöngum í skólum (þó ekki sé hægt að alhæfa um það) þannig að það væri óvitlaust að hafa reglubundna (árlega) umræðu innan grunnskólana um þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information