Sundlaug í dalinn

Sundlaug í dalinn

Sundlaug í dalinn með góðum aðgangi og stæðum fyrir hjól (ekki aðgengi fyrir bíla). Nýtist einnig börnum úr skólum dalsins til sundkennslu þá þarf ekki lengur að ferja þau með rútum í sundkennslu. Þarna mætti einnig setja upp heilsusamlegt kaffihús sem vantar sárlega fyrir útivistar og göngufólk í dalnum.

Points

Börn í skólum við dalinn þurfa ekki að fara með rútum til að fá sundkennslu. Aukin flóra í þetta fallega útivistarsvæði. Hægt að nýta stóru túnin fyrir neðan Kjarrhólma.

Finnst ekki spennandi að fá sundlaug beint fyrir neðan Kjarrhólmann. Það þýðir aukinn umferðarstraumur í götunni og upptekin bílastæði fyrir þá sem þar búa. Miklu nær að hafa hana meira í miðjum dalnum

Ekkert til sem heitir bílastæðalaus sundlaug. Bílalagningar fara í stæði íbúa sem eru af skornum skammti í dag. Meira að segja stæðin við HK heimilið duga ekki fyrir HK ef eitthvað er í gangi.

„Ekki aðegengi fyrir bíla“ Það þýðir þá að allir sem koma á bílum leggja inni á lóðum þeirra sem búa í nágrenninu, á gangstéttum og víðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information