Hundagerði í Fossvogsdalinn

Hundagerði í Fossvogsdalinn

Í þessarri dásamlegu útivistarparadís okkar er allskyns þjónusta og afþreyingarmöguleikar fyrir Kópavogsbúa sem og Reykvíkinga. Þarna eru fótboltavellir, frisbeegolf, æfingatæki ýmiskonar, strandblak og hvaðeina. Það væri upplagt að koma til móts við þá fjölmörgu íbúa svæðisins sem eiga hunda og búa til afgirt svæði þar sem hundarnir mættu hlaupa um lausir. Þarf ekki að vera mjög stórt og plássið er nægt.

Points

Hundaeign Kópavogsbúa er mjög algeng og vaxandi. Ekkert lausagöngusvæði er í Kópavogi Nægt pláss í Fossvogsdalnum fyrir gerði á stærð við þau sem nágrannasveitafélögin bjóða sínum íbúum. Passar vel inní ímynd og ásýnd dalsins.

Það sárvantar afgirt hundagerði í Kópavogi. Bæjarfélagið rukkar hundaeigendur um milljónir á ári í sérstök gjöld, en lætur ekkert í staðinn. Ég er þó ekki viss um að Fossvogsdalur sé rétti staðurinn, vegna fárra bílastæða og tel að afgirt gerði myndi skemma svæðið, en full þörf er á afgirtu hundagerði í bæjarfélaginu. Gerðið í Mosfellsbæ er t.d. til fyrirmyndar!

Umferð og bílastæðavandi yrði ekki mikill. Gerðið yrði mest notað af fólki sem býr í kring um dalinn. Umferð fyrir utan það yrði ekki það mikil að það truflaði íbúa svæðisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information