Það er stígur efst og neðst í brekkunni en í miðjunni er kominn krákustígur eftir þá sem þora ekki að hjóla á götunni.
Ég hjóla þetta daglega í bílaumferð þar sem stígurinn er ekki til staðar.
Ég styð þetta heilshugar. Þegar við förum í göngu- eða hjólatúr með börnin okkar, þá rofnar stígurinn við Hlíðarveg og til að komast inn á hann aftur þarf að fara algjörlega úr leið, inn Hlíðarveginn til að komast yfir gangbraut. Það þyrfti að lagfæra gatnamótin þarna líka svo hægt sé að fara yfir t.d. með gönguljósum og halda svo áfram beint niður brekkuna.
... það er heldur ekki í boði að renna sér niður brekkuna austan megin þar sem það er blindhorn vegna trjáa og hættuleg gatnamót þar sem bílar sjá mann illa komandi að ofan.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation