Listamiðstöð

Listamiðstöð

Koma upp svipuðu húsnæði og listakaupstaður var, en með starfsmann frá bænum sem sér þá um öll menningarmál og um daglegan rekstur á húsnæðinu. Hann væri líka menningarfulltrúi bæjarins. Þarna væri hægt að vera með 2 listamannaíbúðir og bjóða þar upp á ódýra leigu fyrir listamenn allstaðar að. Þar myndu þeir hafa aðgang beint af öllu því sem er að gerast á svæðinu og listamenn hér á svæðinu næðu betra sambandi við umheiminn..

Points

Þarna myndu aðkomumenn geta komið og iðkað list sína hér, og náð sambandi við þá hér sem eru að gera sviðpaða hluti. Þarna væri stuðningur fyrir alla þá sem vilja taka þátt í listsköpun, aðstaða fyrir námskeið og vinnustofur fyrir mismunandi hópa. Starfsmaður bæjarins myndi hafa beint samband við þá sem eru að iðka list á einn eða annan hátt, og listamenn myndu geta haft betra samband við menningafulltrúann, þar sem þessi starfsmaður væri líka menningarfulltrúi...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information