Ná niður ökuhraða í Hamraberginu, sem virðist oft fara yfir hámarkshraða sérstaklega á álagstímum þegar bílstjórar stytta sér leið í gegnum hverfið! Skammtímalausn, setja upp digital-hraðaskilti víðar, svipað því sem nýlega hefur verið sett upp í Klettahlíð. Langtímalausn er setja þrengingar á vissum stöðum samanber og gert er víða í Hafnarfirði, þarf ekki að vera dýrt í framkvæmt. (helst þar sem í dag eru hraðahindranir fyrir).
Sammála, setja þrengingar. Umferðin orðin allt of hröð hér í gegnum hverfið!
Þung og hröð umferð í gegnum hverfið sérstaklega seinnipartinn á virkum dögum þegar ökumenn velja að keyra í gegnum Setbergið til að losna við röð á ljósunum við Kaplakrika Ég bý við götuna og hef gert í mörg ár - mun meiri umferð núna en fyrir nokkrum árum
Þarf líka að breyta tíma á grænu ljósi fyrir umferð á Reykjanesbraut til vesturs við Kaplakrika, gatnamótin alltaf full af bílum þegar grænt ljós kemur á fyrir umferð frá Hamrabergi til vesturs inn í Hafnarfjōrð.
Víða í Setberginu er einungis gangbraut öðru megin við akstursbrautir, því neyðast gangandi til þess að þvera götur oft. Margar hraðahindranir, gera lítið gagn í að minnka hraða því þær eru of "mjúkar". Einnig fyrir íbúa í hverfinu að komast á Hamrabergsgötuna getur þetta verið hættulegt ef ökuhraði er of mikill. Á 3 árum hafa verið 5 árekstrar hjá Stuðlabergi og Reynibergi. Heilsubærinn Hafnarfjörður ætti því að tryggja öryggi gangandi vegfaranda til að stuðla að göngu frekar en keyrslu.
Algjörlega fráleitt að fara að setja þrengingar. Þessi gata er nú þegar morandi í hraðahindrunum
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation