Bætt lýsing á göngustígum

Bætt lýsing á göngustígum

Bæta mætti lýsingu á göngustígum við sjóinn og Vatnsleysuströnd. Hættulegt getur verið að labba á göngustígum sveitarfélagsins á kvöldin eða um vetrartímann. Sniðugt væri að setja lága staura sem lýsa upp stíginn sjálfan, ekki nauðsynlegt að hafa stóra staura. Svipaða staura og eru við Ægisíðu í Keflavík. Lágir staurar lýsa á stíginn sjálfan svo hægt sé að sjá hvar stígurinn liggur og skemma því ekki útsýnið.

Points

Einn af kostunum við að búa hér í Vogunum er einmitt ómengað útsýni að kvöld og næturlagi t.a.m. út á Faxaflóa. Réttara væri að þeir sem líkar ekki rökkrið setji á sig höfuðljós sem eyðileggur ekki upplifun annarra af stígunum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information