Ég legg til að í öllum samingum við verktaka varðandi vinnu utanhúss, sé grein um þeirra ábyrgð varðandi gott aðgengi fyrir alla og að gerð sé úttekt að verki loknu. Því miður virðast aðgengismál ekki vera góð hér í Hafnarfirði.
Aðgengi fyrir alla! Nýlegt dæmi er viðgerð á gangstétt á horninu a Hraunbrún og Hrauntungu (norðan megin) þar sem vonlaus brún var einfaldlega endurgerð, í stað þess að ganga frá kanti á réttan hátt . Allt of mjótt bil og allt of hár kantur. Ég fyllist bæði reiði og vonleysi þegar ég sé svona
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation