Græn svæði

Græn svæði

Lögð verður áhersla á að halda grænum svæðum og fjölga eftir því sem hægt er þannig að íbúar hafi aðgang að grænu svæði í nærumhverfi sínu.

Points

Streitulausir staðir. Það hentar vel víða í Kópavogi að skipuleggja streitulaus svæði eða staði þar sem umhverfi er fallegt, aðgengi auðvelt og kyrrð ríkir. Það getur verið úti í náttúrunni, í fallegu húsi eða kirkju eða við ströndina svo eitthvað sé nefnt. Þessi svæði verði vernduð frá hávaða og hraða og streitu nútímans og þangað verði hægt að koma til að njóta kyrrlátrar útivistar, eða stunda jóga og jafnvel þiggja fræðslu og bara hvílast.

Ég legg til að gerð verði græn svæði og byggðir leikvellir verstast á Kársnesinu, kringum Hafnarbraut, þar sem uppbygging hefur verið mikil og byggð er þétt. Hér hafa bæst við hundruðir íbúa á stuttum tíma en engir leikvellir eða ný græn svæði fylgt í kjölfarið. Einnig eru íbúar hér í hverfinu almennt óánægð með nýkynnt deiliskipulag á lóð Bakkabrautar 2-4 þar sem þétta á byggð enn meira en þar tækifæri fyrir gerð útivistarsvæðis sem yrði afar dýrmætt og myndi auka lífsgæði íbúa á Kársnesi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information