Græn svæði

Græn svæði

Lögð verður áhersla á að halda grænum svæðum og fjölga eftir því sem hægt er þannig að íbúar hafi aðgang að grænu svæði í nærumhverfi sínu.

Points

Að það verði ekki þrengt að Guðmundarlundi með íbúabyggð. Stefna að því að stækka svæðið frekar, það er alger perla þetta svæði fyrir íbúa Kópavogs

Lausaganga hunda sé stranglega bönnuð á grænum svæðum og merkingar þess efnis hafðar áberandi!

Það má ekki byggja of þétt, í hverju hverfi á að vera skógarlundur með bekkjum. Það vantar líka að planta fleiri trjám sem skýla götum fyrir vindum.

Opnunartími sundlauga verði lengdur þar sem t.d margir enda gönutúrana í sundi.

Örugg græn svæði með leiktækjum sem henta ungum börnum verði gerð á Kársnesinu, bæði við menningarhúsin og vestast á Kársnesinu.

Að skipulag á Traðareitum verði endurskipulagt með þetta að leiðarljósi. Blokkar byggingar sem staðsettar eru eins og gert hefur verið í bænum upp á síðkastið og stendur til í miðbæ bæjarins gefur ekki tilefni til að þetta með græn svæði sé stefna bæjarins. Hvert húsið ofan í öðru og litið annað virðist lagt til grundvallar annað en að koma sem flestu fólki fyrir á litlu svæði.

Halda, uppfæra og VIÐHALDA grænum svæðum. Í Kópavogsdalnum nær Hjöllunum eru leiktæki orðin sorgleg og ónýt, og fjölbreytni engin. Þau sem eftir lifa eru síðan engan veginn fyrir þau allra minnstu (undir 5 ára).

Koma með einhver úrræði við því hversu mikið af hundaskít er á göngustígum og grænum svæðum í kópavogi, óvenju mikið er skilið egtir af hundaskít í kópavogi miða við ömnur bæjarfélög

Hætta að þjappa byggð. Það bætir andlega vellíðan allra bæjarbúa.

Ekki hjólahraðbraut við fjöruna

Stækka Guðmundarlund og bæta veginn þangað.

Þétting byggðar í Austurbæ Kópavogs er alls ekki skipulögð með íbúa svæðisis í hag, hvorki komandi íbúum né þeim sem fyrir voru. Græn svæði eru líka garðar fólks!

Að bæta við náttúrugöngusvæðum þar sem lausaganga hunda er leyfð. Dæmi um þannig fyrirmyndarsvæði er fyrir ofan Rauðavatn. Þar hefur sýnt sig að allir getir verið í sátt; hundaeigendur, skokkarar og hjólarar.

Þessi bygging risa blokka yst og nyrst á Kársnesinu er hörmung. Með engum grænum svæðum sem er ekki i neinu samræmi við stefnu um að bæta lífsgæði íbúa. Það er ekki nóg að kynna einhverja stefnu og fara svo ekkert eftir henni. Þið hafið núna tækifæri á reit 13 að t.d. minnka mikið íbúða magn og gera veglegt grænt útivistarsvæði nálægt höfninni sem myndi nýtast öllu nágrenninu og gestum og gangandi. Takk fyrir.

Fossvogs,- og Kópavogsdalur verði ekki teknir undir þéttingu á byggð . Þessi svæði eru gersemi Kópavogskaupstaðar sem nýtist öllum aldurshópum og hefur ekki lítið að segja hvað varðar lýðheilsu að halda þessu !

Byrja strax að rækta tré í öllum Kópavogskirkjugarði við Lindakirkju til að þau séu orðin myndarleg og ræktarleg þegar taka á þau svæði í notkun.

Græn svæði eru góð en villt svæði eru betri. Fleiri tré og villtur gróður eru afdrep fyrir bæði fólk og dýr, og rannsóknir sýna að tré og villt svæði bæti geðheilsu og líkamlega heilsu fólks auk þess að bæta loftgæði og orkunotkun í þéttbýli. Það er hægt að pota niður fleiri trjám víðs vegar, og þá á ég ekki við aspir sem henta ekki í þéttbýli heldur er úr mörgum öðrum tegundum að velja.

Ég legg til að litli græni reiturinn í endanum við Bræðratungu og Hrauntungu verði þar áfram´.

Náttúran fái að njóta sín í Hnoðraholti og Smalaholti, stígar verði misjafnlega auðgengnir og bekkir á víð og dreif, væntanlega þarf að vinna þetta með Garðabæ

Fjölga skógræktarsvæðum innan bæjarmarka, ótrúlega gott fyrir sálina að labba innan um tréin hjá Ö-sölum til dæmis. Vantar trjágróður til að brjóta vind í efri byggðum, t.d. meðfram nýlega Arnarnesveginum.

Streitulausir staðir. Það hentar vel víða í Kópavogi að skipuleggja streitulaus svæði eða staði þar sem umhverfi er fallegt, aðgengi auðvelt og kyrrð ríkir. Það getur verið úti í náttúrunni, í fallegu húsi eða kirkju eða við ströndina svo eitthvað sé nefnt. Þessi svæði verði vernduð frá hávaða og hraða og streitu nútímans og þangað verði hægt að koma til að njóta kyrrlátrar útivistar, eða stunda jóga og jafnvel þiggja fræðslu og bara hvílast.

Ég legg til að gerð verði græn svæði og byggðir leikvellir verstast á Kársnesinu, kringum Hafnarbraut, þar sem uppbygging hefur verið mikil og byggð er þétt. Hér hafa bæst við hundruðir íbúa á stuttum tíma en engir leikvellir eða ný græn svæði fylgt í kjölfarið. Einnig eru íbúar hér í hverfinu almennt óánægð með nýkynnt deiliskipulag á lóð Bakkabrautar 2-4 þar sem þétta á byggð enn meira en þar tækifæri fyrir gerð útivistarsvæðis sem yrði afar dýrmætt og myndi auka lífsgæði íbúa á Kársnesi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information