Lýðheilsumat

Lýðheilsumat

Þróuð verður aðferð, með aðkomu íbúa, til að leggja mat á áhrif skipulags, stefnu eða afmarkaðra verkefna á lýðheilsu með það að markmiði að hámarka jákvæð áhrif og lágmarka neikvæð áhrif. Gert er ráð fyrir að aðferðin verið prófuð á afmörkuðum verkefnum áður en hún er innleidd.

Points

Byrjað verði á að taka íbúa á Kársnesinu með í vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 13 en búið er að kynna vinnslutillögu með miklu byggingarmagn. Lýðheilsumat myndi gera gott í því verkefni og áhri þess á íbúa og byggð sem fyrir er.

Gerðar verði fyrir og eftir breytingar lýðheilsumælingar á andlegri líðan. Einnig mætti Gera reglulega mælingar á streitu. Álagstengdur heilsubrestur eða kulnun er sá einstaki þáttur sem hefur mest áhrif á heilsu..

Aðskilja göngu- og hjólastíga. Það er t.d áberandi vont á Kársnesinu þar sem heilir hópar af hjólreiðafólk á ógnarhraða hjólar á sömu stígum og gangandi fólk.

Kópavogskaupstaður klári verkefni síðasta árs það er að klára framkvæmdir við kaldan pott í Salalauginni. Einnig legg ég til að greiddur verði fyrirbyggjandi frístundastyrkur til eldri borgara gegn kvittun af námskeiði með leiðbeinanda sem stendur yfir í ákveðinn tíma að fyrirmynd Garðabæjar. Takk fyrir.

Kópavogskaupstaður beiti fyrirbyggjandi heilsufarsaðgerðum hjá eldri borgurum og greiði þeim frístundastyrk gegn kvittun vegna íþrótta/leikfiminámskeiða.

Kópavogsbær veiti starfsmōnnum sínum frían aðgang í sundlaugar bæjarins.

Bókasafn í öll hverfi, það er andlega bætandi og streitulosandi að fara á bókasafnið og börn eiga að geta gengið eða hjólað á bókasafnið.

Í lýðheilsumati verði skoðuð áhrif gjaldtöku á bílastæðum á ferðavenjur. Hver eru áhrif á lýðheilsu, öryggi barna og kolefnisspor? Þess má geta að kolefnisspor frís bílastæðis í enda ferðar er að meðaltali um 0,84 kg CO2/ferð. Það jafngildir kolefnisspori um 66 plastpoka.

Mæla umferðarmagn í kring um grunn- og framhaldsskóla áður en ákveðið er að þétta reiti og auka íbúðarmagn um 2250% í kring um skólana , þar sem börn ganga þar daglega , í og úr skóla.

Ég fagna þessari leið við útfærslu skipulags, hún er til fyrirmyndar. Tekin verði upp "15 mín skipulag", það er að stefna að því að ekki séu meira en 15 mín gönguleið að allri helstu þjónustu svo sem algengustu verslunum, skólum, heilsugæslu, matsölu-og kaffihúsum o.s.frv. Þjónustukjarnar séu byggðir við torg sem fólk getur hafst við á en bílastæði séu utan við það svæði. Bíllausum svæðum verði fjölgað.

Nýta gagnreynda þekkingu sem þegar er til staðar um lýðheilsumat og árangur í hliðstæðu samfélagi. Leitast við að veita heilbrigt umhverfi, skólaheilsufræðslu/ -þjónustu ásamt heilsuverkefnum í skólum/samfélagi, heilsueflingaráætlanir fyrir starfsfólk, næringar- og matvælaöryggisáætlanir, auka tækifæri til íþróttakennslu og afþreyingar. Innleiða áætlanir og ráðgjöf, félagslegan stuðning og geðheilbrigðiseflingu. Innleiða stefnur og starfshætti sem virða velferð einstaklings og reisn fjölskyldna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information