Vegaþrenging og gangbraut við Álfaheiði 1-15

Vegaþrenging og gangbraut við Álfaheiði 1-15

Óskað er eftir vegaþrengingu og gangbraut á vegarkaflanum við Álfaheiði 1-15. Göngustígar eru staðsettir sitt hvoru megin við veginn þar sem mörg ungmenni eiga leið sína á hverjum degi í grunnskóla og leikskóla. Því miður hafa íbúar margoft orðið vitni að of hröðum akstri ökutækja við götuna. Hér hefur skapast mikil slysahætta, sérstaklega í hálku og skammdegismyrkri. Íbúar í hverfinu vilja með þessari beiðni auka öryggi ungmenna og lágmarka hættu á slysi eins og mögulegt er.

Points

Hér hefur skapast mikil slysahætta, sérstaklega í hálku og skammdegismyrkri þar sem ökumenn eru oft með augun annars staðar en á veginum. Erindið var lagt fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar fyrir tæpu ári síðan. Málið fékk góðar undirtektir en var ekki samþykkt. Hér er gerð önnur tilraun til að endurvekja þetta mikilvæga verkefni. Meðfylgjandi er hlekkur á undirskriftarlista íbúa hverfisins þar sem tæplega 100 íbúar undirrituðu: https://listar.island.is/Stydjum/91

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information