Leiksvæði í Kópavogsdalnum

Leiksvæði í Kópavogsdalnum

Flest leiksvæðin í Kópvogsdalnum eru orðin hrörleg. Það væri frábært að setja ný spennandi leiktæki í dalinn, fegra leiksvæðin og jafnvel setja vatns-sullu-leiksvæði í anda við það sem er í fjölskyldu og húsdýragarðinum þar sem það er lækur sem rennur i gegnum dalinn sem hægt væri að nýta. Gerum dalinn meira spennandi fyrir börnin.

Points

Hjartanlega sammála, flest ef ekki öll leiksvæðin eru skelfilega sorgleg. Þau sem eftir eru man ég frá því ég var krakki fyrir 20-25 árum og það fækkar bara! Ekki væri verra ef það kæmu hentug ungbarnaleiktæki/svæði!

Ég er hjartanlega sammála. Þetta flotta svæði væri enn betra með snyrtilegum leikvöllum. Sums staðar eru skemmd og hættuleg tæki.

Mikil fjölgun barna í hvömmunum til dæmis og leikvöllurinn í Reynihvammi/Eskihvammi algjörlega ónothæfur. Þyrfti að endurnýja hann, enda enginn annar róló í nágrenninu.

Kópavogsdalurinn er útivistarparadís og við þurfum að gera hann meira spennandi og snyrtilegri fyrir yngstu kynslóðina ❤️

Alveg ferlegt að sjá þetta verða ljótara og ljótara

Sammála þessu. Þetta er eitt elsta hverfið í bænum og eitt það allra vanræktasta í þessum málum. Sérstaklega svæðið í kringum Hlíðarveg og brekkurnar upp/niður. Það er ekki einn einasti leikskóli í hverfinu og þar af leiðandi ekki einu sinni leikskólaróló sem er hægt að nýta eftir vinnudaginn eða um helgar. Mjög niðurnídd og fá leiktæki á þeim fáu leikvöllum sem eru á svæðinu.

Á leiksvæðinu við enda Lækjarhjalla man eg eftir sem frabæru svæði þegar ég ólst upp á svæðinu, með sandkassa, 4 rólum, 2 húsum, 2 rugguhestum, korfubolta svæði og fleiru. Þetta hefur allt horfið smátt og smátt síðustu 20 árin og núna standa eftir 2 subbulegar rólur og einn viðarhestur til að æfa jafnvægi á, með brotinn haus. Það þarf mikið að bæta úr þessu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information