Samfella í tónlistaruppeldi

Samfella í tónlistaruppeldi

Auka samfellu í tónlistaruppeldi. Tónlist eflir félagsfærni, stuðlar að vellíðan og góðum námsárangri. Stefnt er að því að aðstaða og aðgengi barna að tónlistaruppeldi verði eins góð og kostur er. Þannig verði áhugi á tónlist kveiktur með hlustun og söng frá unga aldri sem byggt verði ofan á í tónmenntakennslu, námi í tónlistarskóla og stafrænni kennslu. Með það að markmiði verði unnið að gerð áætlunar um samfellu í tónlistaruppeldi. Stuðlað verður að samhæfingu í starfi og samvinnu kennara og starfsfólks leik-, og grunnskóla og tónlistarskóla Kópavogs til að ná markmiðum um þróun tónlistarnáms.

Points

Tónlist er tungumál sem sameinar ólíka hópa. Námið er hinsvegar mjög dýrt og gerir það að verkum að öll börn hafa ekki sama aðgang að tónlistarnámi. Þessi hugmynd finnst er frábær til að styðja við þau börn sem annars myndu missa af tónlistarnámi. Kannski væri hægt að lána/leigja hljóðfæri heim? Þegar nemendur hætta í námi eða skipta um hljóðfæri gæti næsta barn tekið við. Reglulegar ferðir á tónleika gæti ýtt undir áhuga til náms. (Veit að leikskólarnir margir standa sig vel í heimsóknum).

Minnka biðlista í tónlistarnámi og að gert sé ráð fyrir því að nemendur geti stundað tónlistarnám á skólatíma og í skólanum

Tónlistaruppeldi er mikilvæg þegar horft er til framtíðarhæfni. Hún ýtir undir sköpun sem er liður í að finna skapandi lausnir og stuðlar að nýsköpun. Tónmenntakennsla í grunnskólum og aðgengi að tónlistarskólum Nýtt húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs er dæmi um hvernig er hlúð að tónlistarmenntun. Það þarf að tryggja fjárhagslegan grundvöll alra tónlistarskóla bæjarins til að tryggja aðgengi að tónlistarmenntun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information