Fjölga leiðum til skapandi náms

Fjölga leiðum til skapandi náms

Fjölga leiðum til skapandi náms. Áhersla er lögð á að öll börn fái tækifæri til að þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun. Færni á því sviði ýtir undir sjálfbæra þróun og getu til að bregðast við breytingum í samfélagi. Skoða þarf leiðir til umbóta til að tryggja að nýsköpun, vísindi og fjölþætt listsköpun verði áhersluþáttur í öllu námi, s.s. með uppsetningu nýsköpunar-, tækni- og listasmiðja. Sömuleiðis verði horft til tækifæra til að flétta kjarnagreinar, skapandi greinar og nám í gegnum frístundir og íþróttastarf enn frekar saman, m.a. með teymiskennslu.

Points

Leggja ætti áherslu á að börn læri að tefla á leik- og grunnskólaaldri - ekki síst þar sem tafl og forritun er nátengt.

Hópastarf barna með mismunandi styrkleika. verkefni sem eru margþætt eins og t.d. að gera stutt fræðslumyndbönd fyrir sambekkinga sína um námsefni. Þar getur tvinnast saman textasmíði, upplýsingaöflun, framkoma, sviðsogbúninga hönnun og tæknikunnátta. Allt þetta er mjög gagnlegt í nútímavinnuumhverfi og krakkarnir þekkja vel vídeo formið.

Til þess að skóli án aðgreindar virki þarf að minnka hópa og ráða inn fleiri kennara og fagfólk. Þá fyrst verður hægt að vinna út frá styrkleikum hvers og eins.

Til þess að efla styrkleika allra barna - ekki bara þeirra barna sem eiga auðvelt með bóklegt nám, þarf að ráða inn fleiri kennara og fleira starfsfólk. Allir kennarar vilja sjá hæfileika nemenda sinna fá að njóta sín, en með 20-30 börn í hóp er nær ómögulegt að sinna hinni frábæru hugmynd að "einstaklings miðuðu námi". Fleira starfsfólk, og vel þjálfað starfsfólk, gæti orðið til þess að fleiri nemendur njóti sín innan skólans. (Og vonandi leiðir til minna brottfalls í framhaldssk.)

það er mjög mikilvægt að börn læri að vinna með huga og hönd í verk og listgreinum. Það krefst fleiri kennslustunda í list og handverksgreinum og færri nemendur í hverjum tíma.

Kynna fyrir nemendum fjölbreitt störf úti í samfélaginu með áherslu á samstarf við foreldra og atvinnulíf í Kópavogi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information