Gott aðgengi að tæknibúnaði

Gott aðgengi að tæknibúnaði

Gott aðgengi að nútíma tæknibúnaði í öllu námi. Stefnt er að leiðandi hlutverki í innleiðingu nútíma tæknibúnaðar og snjalltækja í menntun. Stöðug tilkoma nýrrar tækni kallar á sífellda endurskoðun á kennslu í upplýsingatækni og notkun hennar í námi. Áhersla verði á að börn þrói með sér stafræna borgaravitund, þ.e. kunnáttu og færni til að meta margs konar upplýsingar og getu til að búa til og miðla efni með fjölbreyttum aðferðum með notkun ólíkra stafrænna miðla, á ábyrgan hátt. Geta kennara, frístundaleiðbeinenda, þjálfara og annars starfsfólks til að nota ólíka tækni og aðferðir við nám og kennslu verði sömuleiðis efld.

Points

Til að þessi setning í menntastefnunni sé raunhæf "Stefnt er að leiðandi hlutverki í innleiðingu nútíma tæknibúnaðar og snjalltækja í menntun.„ verður að jafna aðgengi leik- og grunnskólabarna að nútíma tæknibúnaði.

Fablab í Kópavogi

Lyklaborð með spjaldtölvum

Mundi vilja sjá mikla áherslu á læsi á uppruna og gæði upplýsinga. Þætti líka eftirsóknarvert að áhersla sé á að börnin kunni áfram að draga til stafs samhliða rafrænni kennslu og að áhersla verði áfram á stafsetningu og málnotkun samhliða autocorrect heiminum. Leggja grunn að forritun fyrr en er gert núna.

Að kenna upplýsingatækni í grunnskólum. Nemendur þurfa að læra *hvernig* þau eiga að afla sér upplýsinga í hafsjó Internetsins og vera læs á falsfréttir. Á meðan síma- og tækninotkun barna hefur aukist jafnt og þétt þá hefur kunnátta þeirra til að nýta tæknina í annað en afþreyingu ekki fylgt með. Börn þurfa að kunna að "lesa sér til gagns" á Internetinu alveg eins og það var nauðsynlegt að læra að fletta upp í alfræðiritum/orðabókum "í denn".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information