Virðing fyrir fjölbreytileika og ólíkum menningarheimum

Virðing fyrir fjölbreytileika og ólíkum menningarheimum

Stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika og ólíkum menningarheimum. Stefnt er að því að börn verði læs á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru. Þátttaka í samfélagi krefst þekkingar og skilnings á ólíkum menningarheimum, færni í framkomu og samskiptum, umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. Skoða þarf útfærslu leiða til að tryggja gott aðgengi að upplýsingum og að mótttaka íbúa af erlendum uppruna stuðli að góðri aðlögun og vellíðan. Viðhaft verði skipulagt samráð við fjölskyldur barna af erlendum uppruna um nám í leik- og grunnskóla og virka þátttöku í frístunda- - og íþróttastarfi.

Points

Sem betur fer er Ísland alltaf að verða fjölbreyttara samfélag & börnin okkar alast upp í kringum börn af ólíkum uppruna er varðar hörundslit, trúarbrögð, móðurmál, o.s.fr. Það er mikilvægt að leyfa þeim börnum sem koma úr tveimur (eða fleirum) menningarheimum (íslenskum og öðrum) að fá að halda í hvorn fyrir sig. Undirstaða tungumálanáms er t.d. góð færni í eigin móðurmáli. Upplýsingafundir og kynningar fyrir FORELDRA gætu skipt sköpum í að útbúa öruggt og frjálslynt samfélg fyrir börnin okkar.

Bjóða upp á kennslu í fleirum tungumálum fyrir tvítyngd börn. Hugsanlega væri þetta gerlegt með fjarkennslu og samræma tíma milli skóla í kópavogi, s.s. smala saman nemendum í frönsku, pólsku, sænsku....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information