Sérbýli fyrir ungt fólk

Sérbýli fyrir ungt fólk

Ég legg til að það verði þarna boðið uppá lóðir undir sérbýli sem hentar ungu fólki sem langar að komast í sérbýli með bílageymslu. Bæði einbýli, par og raðhús. Mikið af einbýlishúsalóðum í Haga og Naustahverfi voru í stærri kantinum og henta því illa fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að byggja sér frammtíð á Akureyri. Lóðir fyrir einföld hús, ferhyrnd og L-laga 120-200 m2 með bílageymslu á einni hæð. Ég tel að það yrði eftirspurn eftir slíkum lóðum, sem og rað og parhús lóðum með bílageymslum.

Points

Ég tel að þétting byggðar og bygging fjölbýla sem og blandaðrar byggðar sé mikilvæg en tel að frekar ætti að reyna þétta byggð miðsvæðis til til að styrkja kjarna sveitarfélafsins og þjóna þeim sem vilja vera miðsvæðis. Úthverfin tel ég vera mikilvægan stað fyrir þá sem vilja búa í sérbýli og nota einkabílin frekar en að búa í fjölbýli miðsvæðis. Misjafn er smekkur manna og sveitafélafið okkar ætti að geta rúmað allar tegundir fólks með mismunandi kröfur og langanir.

Ég er sammála þessu. Það eru of fá slík húsnæði í boði en eftirspurnin er klárlega til staðar. Úthverfin eru fullkominn staður fyrir sérbýli á meðan fjölbýlin passa betur miðsvæðis.

Sammála þessum hugmyndum. Það er skortur á svona lóðum fyrir fólk sem velur að búa á Akureyri frekar en Reykjavík og sleppa úr stóru blokkunum þar. Eitt af því sem við fjölskildan elskum við Akureyri er einmitt þetta konsept sveit í bæ/borg og þetta hefur verið mjög vinsælt í bæjum í nágreni Höfuðborgarinnar svo sem Akranes, Selfoss, Hveragerði ofl og eru stór svæði sett undir þetta þar. Þéttingin getur átt sér stað í miðbænum eins og hugmyndir eru uppi um nú þegar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information