Útivistarsvæði

Útivistarsvæði

Útbúa svæði t.d. í heiðinni á milli Garðs og Sandgerðis í svipuðum anda og t.d. Kjarnaskógur á Akureyri. Þar sem er frisbígolf, hlaupa-/gönguleiðir, mismunandi leiksvæði, grill aðstaða, borð og bekkir og pick nick svæði. Gott ef það væri hægt að gróðursetja tré og reyna að koma upp smá skóglendi til þess að ná upp meira skjóli. Sem aðflutt finnst mér helst vanta eitthvað svona fjölskyldu svæði.

Points

Rökin eru bara að þetta yrði svæði nær heimilum okkar sem við gætum farið og notið saman með fjölskyldum eða vinum. Ef þetta yrði t.d. á heiðinni á milli Sandgerðis og Garðs finnst mér þetta geta sameinað meira bæjarfélögin. Hafa gönguleið inn í bæði Sandgerði og Garð frá þessu svæði. Þarf ekki endilega að vera malbikað. Góður staður þar sem hópar úr sitthvoru bæjarfélaginu gætu hist og átt góða stund saman.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information