Hundagerði á Víðistaðatúni

Hundagerði á Víðistaðatúni

Víðistaðatúnið er mjög vinsælt hjá hundaeigendum. Því miður freistast margir til að hafa hundana lausa, væntanlegatil að þeir fái meiri hreyfingu. Til að sporna gegn þessu væri upplagt að setja upp hundagerði á Víðistaðatúni, svipað þeim sem eru í Reykjavík. Margir eldri borgarar (og aðrir) hefðu gaman að því að setjast á bekk í hundagerði og horfa á hvutta sinn leika sér við aðra hunda. Eins gæti lokað svæði hentað vel til þjálfunar á hundum.

Points

Hundagerði myndi létta eldri borgurum sem eiga hunda lífið. Eins tel ég það geta aukið líkurnar á því að hundaeigendur noti taum í göngutúrum. Margir hundar hefðu ánægju af því að hitta aðra hunda.

Hundagerði eru kjörin leið fyrir íbúa að viðra hunda sína óhindrað (lausa) sem er gott fyrir hundana sem og kjörin umhverfisþjálfun fyrir þá. Það er líka gott að hafa hundagerði fyrir kennslu og þjálfun hundaeigenda með hundum sínum. Legg áherslu á að hundagerðið má ekki verða of lítið, eins og gerðist við BSÍ í Reykjavík.

Stutt frá öðru hundasvæði, Bali í Garðabæ sem er td nær Hrafnistu fyrst verið er að minnast á eldri borgara. Væri betra að staðsetja þar sem það nýtist betur eins og á óla run túni. Tel víðistaðatúnið vel nýtt í dag, víkingahátíð krikket krakkar í fótbolta, folf.

Þetta er hvorki með né á móti, bara athugasemd: skv. þessari mynd hér af ofan þá er hundagerðið jafnvel helmingur útivistarsvæðisins... getur það verið? Ef svo er, þá er það teiknað allt of stórt og þá er ég á móti því. Einn fjölskyldumeðlimur hjá mér hefur orðið fyrir " árás" á túninu og fékk slæmt bit í handlegg. Eigandinn sagði bara: ja hérna, þetta hefur aldrei gerst áður! Eftir það er mér illa við alla hunda sem ég ekki þekki og þoli ekki að sjá lausa hunda.

Kjörinn staður fyrir hundagerði, mættu vera mun fleiri svona staðir í Hafnarfirði

Til að leiðrétta misskilning, þá segir kortið ekkert til um hugmynd að staðsetningu eða stærð mögulegs hundagerðis. Þetta er úr google maps og það eina sem ég gerði var að merkja Víðistaðatúnið. Hvorki punktalínur né svæði merkt grænum lit eru frá mér.

Styð þessa hugmynd eindregið. Tímabært að við hundaeigendur getum hreyft hundana án þess að þurfa að keyra út um allar trissur til að sleppa þeim. Eins þurfa yfirvöld hér í bæ að fara að átta sig á því að þetta er ekki einhver minnihlutahópur lengur. Hundaeign hefur aukist gríðarlega og því mikilvægt að bærinn mæti eigendum með aukinni þjónustu. Má ekki gleymast að á bakvið hvern hund eru alla veganna 1 atkvæði - jafnvel fleiri. Og það styttist í kosningar......

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information