Ævintýralegt leiksvæði í skrúðgarði

Ævintýralegt leiksvæði í skrúðgarði

Skrúðgarðurinn er miðsvæðis í bænum og ótrúlega vinsæll áningastaður margra. Þar mætti setja upp leiksvæði sem hentar fjölbreyttum aldri. Náttúruleg leiksvæði eru heillandi þar sem allt er úr viði eða öðrum náttúrulegum efnum og margt fjölbreytt að gera. Helst er spennandi að hafa leiktæki sem hvetja til aukinnar hreyfingar, t.d. Klifur, hanga, jafnvægi og príl. Í kring er svo nauðsynlegt að hafa nokkra foreldrabekki fyrir þá fullorðnu sem fylgjast með leik barnanna.

Points

Það vantar tilfinnanlega gott leiksvæði miðsvæðis. Skrúðgarðurinn okkar er að mörgu leiti frábær en í honum eru örfá leiktæki og eru þau fyrir yngstu börnin. Það væri frábært að koma upp í einu horni garðsins svona frábæru ævintýraleiksvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information