Hjólreiðastíg frá Ásbrú í Hafnir

Hjólreiðastíg frá Ásbrú í Hafnir

Hafnavegurinn er mikið notaður til hjólreiða á sumrin, en vegurinn er mjög þröngur og illa farinn. Það væri frábært ef það væri hægt að setja hjólreiðastíg/göngustíg hliðin á veginum.

Points

Frábær hugmynd. Mun öruggara og hvetur íbúa báðumegin við stíg til þess að fara oftar á milli. Stígurinn mæti þessvegna ná alla leið að brú milli heimsálfa.

Öruggara fyrir alla, ýtir undir hreyfingu.

Frábær leið til að bæði labba og hjóla meðfram ósunum og inn í Hafnir. Tengist vel því að vera heilsueflandi sveitafélag.

Frábær hugmynd til að tengja Hafnirnar betur við hinu hverfin Reykjanesbæjar. Sérstaklega sníðugt fyrir unglinga á sumrin sem eru ekki komnir með bílpróf og eru núna háðir strætóþjónustu til að komast á milli.

Mikið væri gaman að Hafnirnar fengu að vera með í tengingu við öll hverfi Reykjanesbæar sérstaklega séð frá öryggis sjónarhorni þar sem að Hafnarvegurinn er mjög þröngur og ekki gert ráð fyrir hjólreiðarfólki og er sú tómstund stunduð í auknu mæli.

væri mjög sniðugt, en þyrfti þá að laga göngustíga/gangstéttir á ásbrú í leiðinni til að allir aldurshópar gætu notið góðs af án þess að þurfa að vera hjóla úti á götum og skapa óþarfa hættu þar sem það eru nánast engar gangstéttar og engir stígar uppá ásbrú .... ;)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information