Battasparkvöllur í Reykjahverfi

Battasparkvöllur í Reykjahverfi

Um væri að ræða nútímalega og notendavæna uppfærslu á litlum grasfótboltavelli austan Lindarbyggðar fyrir börnin í hverfinu. Svæði þetta hefur að auki við þessa betrumbót mikla möguleika til betri nýtingar á grænu svæði fyrir íbúa Reykjahverfisins.

Points

Þarna er gamall og lélegur grasvöllur fyrir á svæðinu sem er illa nothæfur sökum langvarandi báglegs ástands. Mikil endurnýjun með yngri fjölskyldum í hverfinu kallar ekki síst á að þetta svæði verði nauðsynlega endurbætt og eru möguleikarnir til betrumbóta þarna miklir þar sem um stórt grænt svæði er að ræða í miðju Reykjahverfinu með litlum leikvelli og fótboltavelli fyrir. Þarna yrði endurnýjað og betrumbætt á góðum fyrri grunni og því ætti kostnaður að vera mun minni en við nýframkvæmdir.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information