Bæta Álafossveg sem vistgötu. Brjóta upp götuna með ólíkum yfirborðsefnum, blómakerjum eða setmublum og þannig minnka og hægja á bíla- og bifhjólaumferð. Leggja áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel hafa bílastæði á afmörkuðum svæðum.
Gatan er hluti af mikið sóttu útivistarsvæði kringum Varmá og nauðsynlegt að gefa svæðinu fallega heildarmynd. Umferðar-merkingar mætti bæta og mikilvægt að setja gangbraut þar sem göngustígur úr Helgafellshverfi þverar Álafossveg rétt þar sem keyrt er inn í Kvosina.
Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni en önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation