innilokað hundasvæði á ásbrú

innilokað hundasvæði á ásbrú

Fín stór opin svæði til á ásbru, væri fínt að setja upp girðingu til að leyfa hundum sínum að hlaupa laus og leika við aðra hunda. Auðvita rusl nálægt svo eigendur getað tekið upp eftir hundum sínum.

Points

Það er til svona niðri keflavík og væri gott að sjá fleiri um Reykjanesbær

Alveg klárlega! Vantar flott og stórt hundasvæði. Mætti taka Selfoss til fyrirmynda varðandi þetta.

Það væri gott að getað farið annað með hundinn sérstaklega miðað hvað er oft algjört drullusvað í núverandi hundagerði.

Klárlega! Svæðið inní Kef er eiginlega sprungið og undir miklu álagi vegna mikillar noktunar (sem er frábært!) en myndi ekki skemma fyrir að dreyfa álaginu með öðru svæði.

Svæðið sem er inni í Keflavík er gjörsamlega að sprengja utan af sér og er orðið frekar ósmekklegt vegna ofnotkunar. Ef það væru fleiri svæði þá myndi álagið á þau dreifast betur og auðveldara að viðhalda.

Það er nóg af opnum svæðum á Ásbrú sem væru fullkomin í svona svæði 👌

Ekki spurning, styð þetta

Ég mundi nota það fyrir mína hunda.

Þa hefur orðið mikil aukning hunda eigenda í kjölfar Covid og hundasvæði gefa bæði hundum og eigendum tækifæri til að hittast og viðra hundana sína. Að auki er samvera við aðra hunda er góð umhverfisþjálfun fyrir hundana.

Væri frábært

Frábær staðsetning. Mætti vera stærra. Með góðar girðingar og aðgangshólf með g´óðum hliðum. Svo mætti svæðið vera upplýst fyrir vetrarnotkun.

Frábært væri að hafa 2 góð hundagerði. Sem væru vel uppbyggð. Undirlag eins og gert þegar verið er að gera fótboltavöll. Sérvalið gras (torf) 700 til 100 fermetra. Aðgangur að vatni allan ársinns hring. Lýsing yfir vetrarmánuðina. Rusladallar vel staðsettir og varðir. Girðingar öruggar fyrir hunda, stóra sem smáa. Hólf til að koma með hund inn eða út án þess að aðrir geti fylgt eftir. Skjól fyrir okkur eigendur. Hús sem væri + laga með bekkjum, fótapalla og plexigleri sjá í allar áttir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information