Fjöllin okkar

Fjöllin okkar

Hugmyndin snýr að útivistarsvæði sem er hannað úr steinum úr fjöllunum/fellunum í kringum bæinn okkar. Þarna væri í senn útikennslustofa, fræðslusetur, afþreyingarsvæði og menningartengt svæði. Hugmyndin er að hafa þetta á annaðhvort Stekkjarflöt eða í Ullarnesbrekkunum. Ég fann ekki möguleikann á að merkja við báðar staðsetningarnar þannig að ég set þetta fram hér.

Points

Garður sbr þessi er ekki til í Mosfellsbæ. Við búum við þá sérstöðu að vera umlukinn fallegum fjöllum og fellum sem einnig eru öll mjög vinsæl til útivistar. En hvað heita fjöllin? Hvað eru þau há? Úr hverju eru þau, bergtegund og þá mögulega fleiri en ein? Hvað eru fjöllin gömul? Á hvers lags bergi stendur bærinn okkar og hvað er þetta allt saman gamalt? Með upplýsingaskiltum á hverjum steini er hægt að fræðast um þetta í skemmtilegu umhverfi sem er tengt við gönguleiðir.

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information