Hægja á akstri og hljóðmanir við Hringbraut ofan Greniteigs

Hægja á akstri og hljóðmanir við Hringbraut ofan Greniteigs

Fólk ekur á miklum hraða bæði frá ljósum á Hringbraut og inn í bæjarfélagið. Af þessu skapast bæði hætta og hávaði. Það er mín hugmynd að farið verði í aðgerðir til að hægja á umferð t.d. með hringtorgi við gatnamótin niður Vesturbraut, hraðamyndavélar í báðar áttir miðsvæðis á milli þessarra tveggja punkta eða setja sveig á veginn upp í vanrækta svæðið þarna fyrir ofan. Einnig þarf verulega að huga að hljómengunarvörnum vegna íbúa er búa þarna á Greniteig.

Points

Bætt öryggi íbúa. Bætt hljóðvist íbúa og mögulega skermun fyrir forvitnum gögnugörpum sem glápa inn um glugga.

Það væri mikil bót að hægja á umferðinni þarna, bæði vegna slysahættu og hljóðmengunar.

Sammála þessu og sérstaklega líka við gangbraut á nýja göngustígnum sem tengir Vesturbraut og Heiðarhverfi. Allt of hröð umferð þarna inn og út úr bænum.

Sammála þessu, allt of hröð umferð. Mikill hávaði sem fylgir og mikil hætta fyrir börn sem eru að leik.

Allveg sammála með hraðan og hljóðmengunn en held samt að hringtorg leysir ekki öll vandamál. Hringtorgin eykur umferðartepu og loftmenngun. Sjá dæmi á hringtorginu sem er gatnamót Hringbraut/ Faxabraut. Ef lögreglan væri að sekta fyrir hraðan akstur eins og hún eigi að gera mundi allt lagast fljótar og til lengri tíma. Pebba Lögguna upp í að sýna sinni vinnu t.d. gæta öryggi á götum bæjarins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information