Líkamsræktartæki eða ærslabelgur/aparóla

Líkamsræktartæki eða ærslabelgur/aparóla

Setja upp líkamsræktartæki svipuð og í Njarðvíkurgarðinum eða ærslabelg/aparólu/klifurgrind (þ.e eitthvað leiktæki sem er ekki til staðar á Ásbrú en finnst í öðrum hverfum Reykjanesbæjar) á græna svæðið fyrir neðan Heilsuleikskólann Skógarás. Fjarlægja gamla grillskýlið eða endurnýja það og hafa þetta aðlaðandi fyrir íbúa hverfisins. Væri hægt að setja upp bekki og almenningsruslatunnur.

Points

Það er fyrir löngu komin tími á að eitthvað sé gert fyrir börnin á Ásbrú. Hér er fullt af krökkum sem myndu gleðjast mikið og fullt af foreldrum sem væru glaðir yfir því að fá svona hingað í hverfið. Eins væri gott ef endurbætur á leiksvæði skólans myndi halda áfram.

Það þarf að endurnýja svo mikið hérna á ásbrú. Leiktækin gömul og lúin, mikið af fjölskyldum sem búa hérna, þarf að hugsa um Ásbrú eins og part af Reykjanesbæ en ekki gleyma því eins og oft.

Það sárvantar eitthvað fyrir börnin á Ásbrú! Sorglegt að sjá hvað það er mikið gert fyrir miðbæinn og nágrenni en það er ekki einu sinni fótboltavöllur á Ásbrú, bara gömul, mörg stórhættuleg tæki frá kananum....

Eftir að rifnir voru margir leikvellir hér í stað þess að byggja þá upp sér maður færri börn úti. Vantar svæði sem hentar eldri börnunum og kallar á þau að vera úti með vinum að leika og hreyfa sig í staðin fyrir að hanga fyrir framan skjáinn. Ásbrú hefur gleymst þegar kemur að uppbyggingu fyrir það samfélag sem hér er og allir benda hvorn á annan og litið fram hjá vandamálunum. Hvers vegna reynum við ekki að stuðla að hreyfingu barna og unglinga hér á svæðinu með skemmtilegu svæði/svæðum.

Frábært að fá eitthvað svona miðsvæðis á Ásbrú. Mikið af börnum hér. Og því miður ekki hægt að mæla mikið með að krakkarnir fari upp í Háaleitisskóla til að leika sér þar, þar er því miður frekar lélegt leiksvæði fyrir börn í grunnskóla. Í það minnsta ef tekið er tillit til annarra skólalóða hér í bæ.

Mikið af börnum uppá Ásbrú en það er eins og þetta svæði sé frekar neðarlega á listanum sama hvert er horft. Vantsr afþreyingu fyrir börnin. Mikið af svæðum með ónýtum leiktækjum

Það eru gífurlega morg börn a asbru. Vantar algjorlega eitthvað fyrit krakka a öllum aldri.

Ásbrú er orðið mjög stórt barnafjölskyldu hverfi og ekki mikið um leiktæki þannig að ég held að það sé komið að Ásbrú núna að gera skemmtileg útivistarsvæði fyrir bærnin

Mörg börn á svæðinu og þetta er fullkominn staður til að koma upp stað fyrir skemmtilega hverfisstemmingu.

Vantar afþreyingu her uppa asbrú, sorglegt hvað ásbrú virðist alltaf vera seinust á listanum þegar á að ger eitthvað fyrir bæinn Það er svo mikið af börnum herna og það væri tilvalið að koma með þetta hingað, hér vantar allt!

Uhh já. Á 3 börn sem myndu nota þetta

Ásbrú hefur verið svolítið útundan þegar kemur af afþreyingu fyrir börn og er þetta tilvalið fyrir hverfið Her eru mörg börn og langt að fara fyrir krakkana her á stóru leiksvæðum í bæjarfélaginu

Það vantar afþreyingu fyrir börnin myndi vilja ærslabelg og aparólu. Hef tekið eftir að margir krakkar leika sér á göngunum og hafa því miður verið unninn skemmdarverk.

Vantar svona á ásbrú :) snilld fyrir börnin

Já, krakkar þurfa úti svæði með tækjum.

Já vantar klárlega eitthvað svona uppi á Ásbrú 👍🏻

Mér finnst ekki spurning að það vantar eitthvað fyrir öll börnin sem búa á Ásbrú. Það er miklu betur hugsað um önnur hverfi. Mér finnst ekki gott ef bærinn hugar ekki jafnt að öllum börnum bæjarins. Svo ég styð þessa hugmynd :)

Ja. Með 3 börn sem mundi nýta það vel

Nauðsynlegt fyrir börnin og skemtileg tilbreyting

Góð hugmynd. Það vantar eitthvað fyrir hálfstálpaða krakka til þess að gera á Ásbrú

More points (9)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information