Upphituð hlaupabraut

Upphituð hlaupabraut

Alvöru hlaupabraut með tartani og upphituð svo hún nýtist líka yfir vetrarmánuðina.

Points

Nauðsynlegt fyrir íþróttafólk

Það er bara nauðsynlegt að vera með almennilega braut!

Algjörlega nauðsynlegt að bæta hlaupaaðstöðu á veturna. Þegar hálka er á gangstéttum þá fyllist Vetrarbrautin og fólk gengur og hleypur á mismunandi hraða og því miður oft hlið við hlið þannig að brautin teppist og erfitt er að taka framúr. Hlauparar þurfa oft að fara út í kant til að taka framúr og getur það verið hættulegt þar sem þar er oft mikil hálka og oft hefur legið við slysum.

Nauðsynlegt fyrir allt íþróttafólk bæjarins

Algjörlega nauðsynlegt fyrir allt íþróttafólk bæjarins!!

Algjörlega nauðsynlegt fyrir alla bæjarbúa 🙂

Nauðsynlegt til framtíðar, nýtist öllum íþrótta greinum ef Suðurnesin vilja halda góðri samkeppni við önnur bæjarfélög í góðu íþrótta starfi og góðri aðstöðu.

Mjög mikilvægt því að mikið af fólki á öllum aldri er að nýta Vetrarbrautina allan ársins hring og þegar hálka er, þá skapast oft hætta vegna mjög margir á brautinni. Ný upphituð hlaupa/göngubraut í bæjarfélaginu okkar myndu stórbæta ástandið.

Síðasta árið hefur orðið gífurlega aukning á meðal hlaupara á svæðinu. Yfir vetrarmánuðina safnast fólk saman á Vetrarbrautinni og getur það skapað gífurlega hættu þar sem að hún rúmar ekki alla í einu vegna lítillar breyddar. Því væri sniðugt að gera upphitaða hlaupabraut svo hægt sé að dreifa álaginu og forðast slys.

Tek undir með öllum hér. Vetrarbrautin var virkilega flott framtak til fyrirmyndar og ljóst að hún er mjög mikið notuð og þegar svo er nýtist hún illa þeim sem vilja hlaupa þar. Upphituð hlaupabraut er nauðsynleg sem mun nýtast öllu íþróttafólki á veturna. Ég er næstum viss um að hægt væri að finna og nýta gott affall fyrir brautina í samvinnu við HS Veitur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information