Innri Njarðvík gróðursetning, skrúðgarður og aðkoma að bænu

Innri Njarðvík  gróðursetning, skrúðgarður og aðkoma að bænu

Það þarf að laga aðkomuna að bænum hún er hrikalega sóðaleg, gróðursetja tré í Innri Njarðvík, laga gangstíga, það þarf að klára hljóðmanirnar í Innri Njarðvík mikil hljóðmengun frá Reykjanesbraut.

Points

Sammála, það þarf að laga aðkomuna að bænum hið snarasta. Þetta er það fyrsta sem allir sjá þegar þeir keyra í gegnum bæinn, hvort sem er að fara inn í Reykjanesbæ eða upp í flugstöð. Sýnum fólki að hér sé snyrtilegt og fallegt bæjarstæði. Erfitt að breyta ímynd bæjarins þegar þetta er svona ár eftir ár. Það er hrikalegt hvað það er ljótur frágangur og sumstaðar enginn frágangur á möninni. Líka flott að gera flott grænt svæði í Innri Njarðvík eins og margir hafa komið með hugmyndir á þessum vef

Sammála með gróðurinn í Innri Njarðvík - byrja á að planta fleiri trjám og vinna í að gera aðlaðandi grænt fjölskyldusvæði. Væri t.d. hægt að byrja á svæðinu í kringum Kamb - hjá göngstígnum og líka við klifurgrind.

Hljóðmengun og druslulegur frágangur á aðkomunni að bænum. Það þarf að laga þetta hið snarasta. Sem og planta trjám í Innri Njarðvík hefur ekkert verið gert fyrir svæðið í þeim málum. Mætti gera grænt svæði "skrúðgarð" eða þvi um líkt. En byrjum á að planta trjám. Takk takk

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information