Kort af Mosfellsbæ þar sem merkt verða leiksvæði, þ.e. leikvellir, sleða/skíðasvæði, Ævintýragarður, hjólabrettasvæði o.s.frv. Merktar verða inn göngu/hjólaleiðir á milli svæðanna, undirgöng og brýr. Kortið verður aðgengilegt á vef bæjarins og sem app. Leiksvæði verða merkt á kortið og þegar smellt er á svæði birtist mynd svo hægt sé að skoða aðstöðuna – eða tákn á kortinu svo hægt sé að sjá hvort þar er t.d. ungbarnaróla eða rennibraut.
Með því að geta skoðað hvar leiksvæði eru staðsett, hvaða leiktæki eru í boði og hvernig við komumst á öruggan hátt á milli þeirra getum við notað svæðin meira og fundið eitthvað við allra hæfi. Fjölskyldan getur farið saman í leiðangra í önnur hverfi, mælt sér mót við vini og kynnst nýjum og spennandi leiksvæðum.
Frábær hugmynd sem myndi nýtast fjölskyldufólki!
Frábær hugmynd
Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation