Baðaðstaða við Hafravatn

Baðaðstaða við Hafravatn

Hafravatn er ein af náttúruperlum Mosfellinga og er dásamlegur staður til að njóta útivistar og náttúru. Það væri tilvalið að nýta vatnið enn betur og koma upp aðstöðu við vatnið til þess að stunda náttúrusund. Búningsklefar eða einhvers konar skiptiaðstaða væri lágmarksframkvæmd en ganga mætti enn lengra og setja upp heitan pott sem ungir og aldnir gætu nýtt sér. Fjölmörg sveitarfélög eru að vinna í bættri aðstöðu fyrir sjósundsfólk enda vaxandi áhugi á náttúrusundi.

Points

Hvergi er aðstaða til þess að stunda sjósund í Mosfellsbæ þrátt fyrir gott aðgengi að sjó og Hafravatnið nánast í túnfætinum. Mikill áhugi er á útivist og hreyfingu í sveitarfélaginu en eins og er þarf áhugafólk um náttúrusund að leita út fyrir sveitarfélagið að góðri aðstöðu til þess að stunda sitt áhugamál. Hafravatnið er vannýtt náttúruperla hér í sveitarfélaginu en baðaðstaða við vatnið myndi nýtast fjölmörgum og verða mikið aðdráttarafl og fjölga útivistarmöguleikum fyrir unga sem aldna.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information