Hjólabretta/BMX/hlauphjólasvæði með römpum, railum og tilheyrandi. Að vera með skál (bowl) steypta eða smíðaða væri æðislegt. Ákjósanleg staðsetning væri einhversstaðar nálægt Varmárskóla.
Hjólabretti, BMX, og hlaupahjól er vaxandi sport og sérstaklega meðal unglinga, en engin almennileg aðstaða er í Mosó. Morknaðir og brotnir rampar í iðnaðarhverfi er ekki aðstaða. Þetta væri tilvalið sem jákvæð og uppbyggileg afþreying og þau þyrftu ekki að fara alla leið niður í miðbæ til að komast í almennilega aðstöðu
Það er bara að hafa nóg af afþreiingu fyrir unglingana þá er kanski hægt að forða sumum frá mistökum
Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation