Bæta aðgengi og fækka slysum við Leirvog

Bæta aðgengi og fækka slysum við Leirvog

Leirvogurinn er mikil útivistarparadís og því eðlilegt að það skapist mikil umferð fólks gangandi, hjólandi og ríðandi, en auk þeirra stunda golfarar sitt sport. Þessi umferð skapar hættu þar sem þarna liggur ein helsta reiðleið hestamanna samhliða stíg fyrir þá sem eru gangandi og hjólandi. Þessi aðgreining er að mestu mjög góð nema á kafla sem liggur í nágrenni fuglaskoðunnarhúss og upp brekkuna í átt að Holta-hverfi.

Points

Á þessum kafla þar sem reiðstígur liggur nærri stíg fyrir gangandi og hjólandi umferð skapast mikil hætta því hestar eru flóttadýr og þeir hræðast mjög mikið reiðhjól, barnavagna og önnur farartæki. Þetta verður til þess að þeir geta tekið á rás og hlaupið af stað sem getur endað með slysi. Þeir sem eru gangandi og hjólandi gera sér ekki grein fyrir þessari hættu og því ekkert við þá að sakast, en með því að aðgreina reiðstígin betur frá myndi draga verulega úr þessari hættu. Sjá skýringarmynd

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information