Ég legg til að frisbígolfvöllurinn í Ævintýragarðinum verði stækkaður úr 9 brautum í 18 vegna mikilla vinsælda. Einnig að útbúnir verði alvöru heilsársteigar við allar brautir eins og er á öllum folfvöllum í Reykjavík þannig að hægt er að spila allt árið án þess renna til og slasa sig. Frisbígolf er orðið gríðarlega vinsælt og svæðið í Ævintýragarðinum býður auðveldlega upp á stækkun.
Frisbígolf hentar öllum aldurshópum og hvetur fólk til að fara út og hreyfa sig. Þetta er ódýrt sport sem auðvelt er að læra.
Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni en önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation