Tiltektarátak í snyrting trjáa við göngustíga

Tiltektarátak í snyrting trjáa við göngustíga

Á mörgum stöðum í bænum eru tré farin að vaxa langt út á gangbrautir sem eru við hlið viðkomandi görðum. Er nú að verða svo komið að erfiðlega gengur að ganga um þessa gangstíga nema í einfaldri röð og þá helst ekki með barnakerrur eða slíkt. Hér er um einfalt átak að ræða; senda garðeigendum þar sem slíkt ástand er tilkynningu og gefa þeim ákveðinn frest til að klippa trjágróður við lóðarmörk sín, að þeim tíma liðnum verði trén klippt af starfsmönnum bæjarins á kostnað húseigenda.

Points

Á mörgum stöðum er orðið æði erfitt að komast um gangstíga vegna grjágróðurs, svo ekki sé talað um þar sem um víði með ryði er næst gangstígnum. Þetta orsakast af því að viðkomandi trjágróður hefur verið plantað út allt of nærri gangstígnum.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information