Það er tilvalið að nýta þetta fallega svæði og setja upp svið. Ég sé þetta svið nýtast á ýmsa vegu frá vori fram á haust. Hér áður fyrr voru haldnir dansleikir þarna og finnst mér tilvalið að endurvekja stemmninguna. Sé fyrir mér dansgleði tvisvar í mánuði ef ekki oftar á virkum degi með skemmtilegri og fjörugri tónlist og fólk kemur bara og dansar og dansar sér til heilsubótar í ca: 1 til 2 tíma. Einnig hentar þetta leiklistinni á marga vegu sem og að ýta undir alla menningu og listir.
Álafosskvosin á sér mikla sögu og svæðið er fallegt og skjólsælt og tilvalið að bæta við þessari skemmtilegu heilsubót að dansa sér til skemmtunar, syngja, horfa á leikrit, hlusta á ljóðalestur og fara á söngskemmtun. Mosfellsbær er heilsueflandi bæjarfélag og hvað er betra en að hlusta á góða og skemmtilega tónlist og hreyfa sig í leiðinni. Það ætti að vera hægt að nýta þetta svið frá vori og eitthvað fram á haust. Þetta gæti svo sannlarlega glætt líf margra það er bara þannig.
Frábær hugmynd fyrir menningarlífið!
Dans er besta heilsurækt - ever!! Útidans í ólíkum myndum salsa, diskó, marseringar... Þetta getur orðið eins og “Allsang på Skansen” Frábær hugmynd🕺🏻🕺🏻🕺🏻💃🏼💃🏼
Músík, leikrit og dans er frábært fyrir andlega og líkamlega heilsu. Frábært að nýta þennan fallega stað fyrir úti svið 👍🏻
Ekkert betra fyrir sál og líkama en að dansa ,hlusta á góða tónlist ,söng ,leikrit eða annan í góðum hóp í yndislegu umhverfi eins og Álafosskvosin er . .Frábær tillaga
Mjög gott fyrir fjölbreytta starfsemi allra aldurshópa. Heldur líka í heiðri þessari starfsemi sem ullariðnaðurinn var fyrr á tímum. Mikilvægar menningarminjar
Geggjuð hugmynd - dans er allra meina bót og sviðið mundi nýtast í ýmislegt :-)
Èg vil gjarnan að þessi hugmynd verði að veruleiki þvì èg vil lìf og fjör ì bæinn
Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation