Fallegur og hlýlegur garður með margskonar núvitundaræfingum sem efla skynfærin okkar, samkenndina, ásamt jóga, öndunnar, og hugleiðsluæfingum. Þetta yrði fyrsti núvitundargarðurinn á Íslandi. Þetta er eitthvað sem hentar bæði ungum sem öldnum og væri frábær viðbót við alla aðra afþreyingu hér í bæ. Ávinningurinn af núvitundarþjálfun gefur okkur skýrari sýn á okkur sjálf, fólkið í kringum okkur og lífið sjálft. Kær komið frá amstri dagsins að vera hér og nú. Berta og Halla Karen
Við erum heilsueflandi bær og það væri gaman að vera fyrsta sveitarfélagið með Núvitundargarð. Höfum trú á því að þetta muni vekja athygli og fólk muni gerir sér ferð í bæinn okkar fallega og góða.
Frábær og heilsueflandi hugmynd.
Frábær hugmynd- styrkir enn sérstöðu Mosó sem heilsueflandi samfélag
Aukin jarðtenging og vellíðan
Frábær hugmynd sem á sannarlega heima í okkar fallega bæ 😃
Mikil náttúra hér og því tilvalið að opna núvitundargarð í Mosfellsbænum🙏☺️
Mætti hann ekki t.d. vera í samstarfi við Skógræktina í Meltúnsreit sem er dásamlega fallegur og rólegur staður.
Í hraða nútímans væri þetta geggjað
Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation