Stórt eldstæði eða grillskáli við Stekkjaflöt

Stórt eldstæði eða grillskáli við Stekkjaflöt

Gaman væri að gera flotta aðstöðu til útieldunar og kolagrillunar þar sem hópar gætu komið saman og grillað pylsur eða sykurpúða við stórt og öruggt eldstæði. Fólk kemur sjálft með grillkol og annað sem til þarf. Aðgengi að eldstæðinu þarf að vera allan hringinn til að börn geti td grillað þar sjálf á prikum eða þar til gerðum grillspjótum. Svipuð eldstæði má ma finna í Guðmundarlundi í Kópavogi, Skallagrímsgarði í Borgarnesi ásamt miðstöð útikennslu við Gufunesbæinn í Grafarvogi. 🔥

Points

Stekkjaflöt er mikið notað útivistarsvæði bæjarbúar sem iðar af fólki á góðviðrisdögum. Gaman er að geta tekið með nesti og grillað pylsur eða brauð fjölskyldan saman.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information