Setja 1-2 flotta tilbúna klifur,,steina" fyrir börn og fullorðna til þess að æfa sig í að klifra, styrkja líkamann og hafa gaman. Þetta er víða í Evrópu sem hluti af ,,hverfisleiktækjum" líkt og kastalar og sandkassar.
Skemmtileg utandyra afþreying sem hvetur börn og fullorðna til að gera eitthvað skemmtilegt og heilbrigt saman. Gæti kveikt á heilbrigðu áhugamáli eins og klifri og meiri útiveru. Notalegt að fara með börn og unglinga og þau spreyta sig á klifurleiðunum á meðan að fullorðnir geta einnig tekið þátt eða notið þess að fylgjast með og hvetja áfram. Eflir elju og þrautseigju að takast á við mismunandi klifurleiðir, finna út bestu leiðina til að nálgast verkefnið og frábær tilfinning að sigra leiðina
Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation