Klifursteinn fyrir börn og fullorðna

Klifursteinn fyrir börn og fullorðna

Setja 1-2 flotta tilbúna klifur,,steina" fyrir börn og fullorðna til þess að æfa sig í að klifra, styrkja líkamann og hafa gaman. Þetta er víða í Evrópu sem hluti af ,,hverfisleiktækjum" líkt og kastalar og sandkassar.

Points

Skemmtileg utandyra afþreying sem hvetur börn og fullorðna til að gera eitthvað skemmtilegt og heilbrigt saman. Gæti kveikt á heilbrigðu áhugamáli eins og klifri og meiri útiveru. Notalegt að fara með börn og unglinga og þau spreyta sig á klifurleiðunum á meðan að fullorðnir geta einnig tekið þátt eða notið þess að fylgjast með og hvetja áfram. Eflir elju og þrautseigju að takast á við mismunandi klifurleiðir, finna út bestu leiðina til að nálgast verkefnið og frábær tilfinning að sigra leiðina

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information